11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:10
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:49
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 10:40
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:10

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:51 vegna annarra þingstarfa.
Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson véku af fundi kl. 12:06 vegna annarra þingstarfa.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 12:08 vegna annarra þingstarfa.
Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 12:14 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) Loftslagsmál Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar mættu Halldór Björnsson frá vísindanefnd um loftslagsmál, Árni Snorrason frá Veðurstofu Íslands, Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Kristín Linda Árnadóttir, Ragnhildur Finnbjörnsdóttir og Nicole S. Keller frá Umhverfisstofnun. Halldór kynnti skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Kristín Linda kynnti helstu niðurstöður úr losunarbókhaldi Íslands 1990-2016. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 11:08
Á fund nefndarinnar mættu Ingólfur Bender frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Lárus M. K. Ólafsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Konráð Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands. Kynntu þeir umsagnir sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Haukur Reynisson frá Icelandair og Ingvar Tryggvason og Ragnar Friðrik Ragnars frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Kynntu þeir umsagnir sinna félaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 11:08
Á fund nefndarinnar mættu Ingólfur Bender frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Lárus M. K. Ólafsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Konráð Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands. Kynntu þeir umsagnir sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Haukur Reynisson frá Icelandair og Ingvar Tryggvason og Ragnar Friðrik Ragnars frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Kynntu þeir umsagnir sinna félaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 81. mál - vaktstöð siglinga Kl. 12:18
Frestað.

6) 219. mál - umferðarlög Kl. 12:19
Samþykkt var að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 12:19
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 232. mál - landgræðsla Kl. 12:19
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) 55. mál - skilgreining auðlinda Kl. 12:19
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

10) Önnur mál Kl. 12:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:21